Í Heimaglaðningi að norðan - pakka 1 er að finna framleiðslu úr heimabyggð setta saman í einn pakka. Þessar vörur eru framleiddar af Sillukoti, Vöndu og Berg hönnun sem eru allt framleiðslufyrirtæki sem staðsett eru á Þórshöfn.
Innihald:
Vönduvettlingar 2 pör (M og L)
2 pk svartfuglseggja servéttur
Sturtusápa - Dalasæla
Handsápa - Fjallasæla
Kerti - Sólarglóð
Pakkinn er afhentur í jólapoka
Frí heimsending
Berg íslensk hönnun er hönnun frá Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur þar sem hún vinnur með hönnun úr heimabyggðinni á Langanesi og við Þistilfjörð.
Sillukot ehf framleiðir Sælusápur og ilmkerti sem eru handgerðar íslenskar vörur úr náttúrulegum hráefnum. Lögð er áhersla á að nýta hráefni úr heimabyggð svo sem tólg og villtar jurtir. Vörurnar eru án rotvarnarefna og annarra aukaefna.
Vanda ehf er fjölskyldufyrirtæki sem starfrækt hefur verið á Þórshöfn síðan 2010.
Vettlingarnir eru prjónaðir úr sérblönduðu garni frá Ístex eða 30% ull og 70% nylon. Þeir eru því hlýjir ásamt því að vera slitsterkir.