Afhending og sendingarkostnaður
Kaupandi greiðir alltaf sendingarkostnað vöru við mótttöku á pósthúsi.
Við sendum vörurnar með bréfapósti Íslandspósts og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningskilmálar Íslandspóst um dreifingu og afhendingu. Það má lesa um þá hér: http://www.postur.is.
Vanda tekur ekki ábyrgð á vöru eftir að hún hefur verið póstlögð.
Þegar lögð er inn pöntun hjá vanda.is og varan hefur verið greidd er hún afgreidd innan 3-7 daga og hún sett á pósthús. Ef um mikið magn er að ræða getur afhending tekið lengri tíma og í þeim tilfellum er haft samband við viðskiptavini og látið vita.
Greiðsla pantana
Hægt er að greiða með millifærslu í heimabanka:
Vanda ehf.
0179-26-4903
kt. 490310-1850
Senda þarf kvittun eða staðfestingu í netfangið vanda@vanda.is þegar greitt er með millifærslu.
Verð
Öll verð í netversluninni eru með virðisaukaskatti. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur.
Vörur
Við leggjum okkur fram um að sýna allar vörurnar okkar í réttum litum. Það er hins vegar útilokað að ábyrgjast alveg rétt litbrigði eins og þau birtast á þínum tölvuskjá vegna þess að vefmyndir búa við ákveðnar tæknilegar takmarkanir.
Skilaréttur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
Skipti fara þannig fram að kaupandi sendir vöruna í pósti og vanda.is sendir nýja vöru í staðinn. Einnig er hægt að fá inneignarnótu.
Ef upp kemur galli eða eitthvað af ofangreindum atriðum skal hafa samband strax síma 862-3255 eða 864-4241. Þú getur einnnig sent okkur póst á vanda@vanda.is og tilgreina galla. Vörunni skal skilað innan þriggja sólarhringa frá móttöku eða vera póstlögð innan þess tímaramma.
Trúnaður og persónuupplýsingar
Fullum trúnaði er heitið vegna persónuupplýsinga